-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Ensk humarsúpa
Enska humarsúpan, sem er fyrir 12-14 manns, kom í ágúst 2000 úr smiðju Jóhannesar Jóhannessar matreiðslumeistara hjá Breska sendiráðinu í Reykjavík.


100 gr Shallot laukur
5 sellery stönglar
5 hvítlaukslauf
75 gr tómatkraftur
100 gr smjör
1 tsk timian
1 tsk karry
1 tsk dill
150 gr hveiti
250 ml hvítvín
50 ml koníak
1000 ml kjúklingasoð
500 ml rjómi
200 gr HumarBragð frá NorðurÍs
250 gr skelflettur humar
Nýmalað salt og pipar eftir smekk.

Bræðið smjörið í potti og setjið laukinn, selleryið og hvítlaukinn útí. Svitið stutta stund, setjið allt kryddið, tómatana og tómatkraftinn útí. Hrærið um stund. Setjið síðan kjúklingasoðið og HumarBragðið útí. Hleypið suðunni upp og bætið að því loknu hvítvíninu og koníakinu útí. Stráið því næst hveitinu jafnt yfir og bíðið eftir að það sökkvi til botns. Pískið síðan vel saman og bætið rjómanum útí og látið suðuna koma upp. Að lokum er humarinn skorinn gróflega og settur útí.






Rækjusúpa Úlfars
Himnesk humarsúpa
Ensk humarsúpa
Rækjufrauð
Sjávarréttarsúpa Inga Hafliða
Skelfisksúpa
Einföld gratínsósa á fisk
Köld sjávarréttasósa
Deig utan um fisk
Fiskibollur með RækjuBragði
Karrý- Graslaukssósa
Koníaksbætt tært humarseyði
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com