-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

 -  Sagan -  Þróunarstarf -  Gæðamál - 

Um NorðurÍs hf.
NorðurÍs hf. var stofnað í gamla Pakkhúsinu á Höfn 22. október 1999 af Norðri ehf. sem er fyrirtæki í eigu vísindamanna og sérfræðinga sem á undanförnum árum hefur unnið að rannsóknum á kuldavirkum ensímum og hvernig hægt er að nýta ensímin í iðnaði. Meðal þess sem þróað hefur verið eru aðferðir til að framleiða NorðurBragð. Norður ehf. fékk Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins ásamt nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum til liðs við sig til að stofna NorðurÍs. Norður hefur sótt um einkaleyfi á nýtingu kuldavirkra ensíma til að framleiða NorðurBragð. Samningur er milli Norðurs og NorðurÍss um að NorðurÍs hafi alheimseinkarétt á nýtingu einkaleyfisins. Vinnsla NorðurBragðs fer fram að Dalbraut 2 á Höfn en skrifstofa félagsins er að Stórhöfða 15 í Reykjavík. Í maí 2000 var boðið út nýtt hlutafé í NorðurÍs hf. sem seldist allt til forkaupsréttarhafa. Norður ehf. og Nýsköpunarsjóður sameinuðust síðan um að selja Framtakssjóði Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. 10% hlut í félaginu til að styrkja bakland þess. Í stjórn félagsins sitja Pálmi Guðmundsson formaður, Baldur Hjaltason, Birgir Ómar Haraldsson, Jón Bragi Bjarnason og Úlfar Steindórsson.



Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com