 |
 |
 |
Gæðin í fyrirrúmi
Aðferðin sem NorðurÍs hf. hefur tryggt sér einkarétt á, byggir á
notkun líftækni, þar sem aðferðir náttúrunnar eru notaðar til að galdra
fram tært bragð og ilm þeirrar sjávarafurðar sem unnið er með hverju
sinni. Gæðastefna NorðurÍss er að framleiða bragðefni sem eru af miklum
og jöfnum gæðum við aðstæður sem uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar
eru til matvælaiðnaðar. Við framleiðsluna verður eingöngu notað úrvals
hráefni, sem keypt verður inn samkvæmt kröfulýsingum og seldar afurðir
verða að uppfylla kröfur um gæði sem fyrirtækið setur sér og kynnir
viðskiptavinum sínum. Unnið er með viðskiptavinum félagsins við þróun
vörunnar og til að tryggja að bragðefni NorðurÍss nýtist þeim eins og
best verður á kosið. Til að tryggja þetta var frá upphafi unnið samkvæmt
HACCP gæðaeftirlitskerfi og starfsfólk félagsins gengur í gegnum
skipulega fræðslu um gæðastjórnun og stöðugar umbætur í starfsemi félagsins.
|
|