-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

 -  Sagan -  Þróunarstarf -  Gæðamál - 

Sagan
Rannsóknir á ensímum úr þorski, eðli þeirra og eiginleikum, hófust á Raunvísindastofnun Háskólans árið 1978 undir stjórn dr. Jóns Braga Bjarnasonar. Árið 1985 hófst samstarfsverkefni milli Jóns Braga á Raunvísindastofnun og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um rannsókir og þróunar viðvíkjandi uppþrepun vinnslu Kríótíns, ensímblöndu úr þorski, eðli ensímblöndunnar, hreinsun einstakra ensíma úr blöndunni og eiginleikum ensímanna. Verkefnið var fyrst styrkt af Tæknisjóði Rannsóknaráðs ríkisins, en síðar af Nordisk Industrifond. Þá voru einnig einstaka þættir rannsóknanna styrktir af Vísindasjóði Íslands, Rannsóknasjóði NATO og Humbolt Stiftung. Með þessu verkefni hófst samstarf þeirra Jóns Braga og Bergs Benediktssonar, sem þá starfaði á Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, en hann gerðist starfmaður á Raunvísindastofnun Háskólans árið 1990, þegar Rf. hætti þáttöku í verkefninu. Rannsóknirnar héldu áfram á Raunvísindastofnun undir stjórn Jóns Braga með þátttöku Bergs, Bjarna Ágeirsonar, Ágústu Guðmundsdóttur, Magnúsar Más Kristjánssonar Sigríðar Ólafsdóttur og fleiri. Við ofangreinda rannsóknaþætti bættust nú rannsóknir og þróun á vettvangi hagnýtingar Kríótíns og notkunar í fiskvinnslu og matvælaiðnaði, sem áður hafði átt að vera hlutverk Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í samstarfsverkefninu. Verkefnin nutu nú stuðnings frá Nordisk Industrifond, Tæknisjóði Rannís, Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Árið 1996 stofnaði samstarðshópurinn, ásamt Þorsteini I.Sigfússyni, fyrirtækið Norður ehf sem eignarhaldsfélg og þróunarfyrirtæki um þá tækni sem laut að notkun Kríótín ensímblöndunnar í matvælaiðnaði. Þetta sama ár var Norður ehf hins vegar búið að fá stórt rannsóknar- og þróunarverkefni á vettvangi ensímvinnslu til lyfjagerðar, og naut það verkefni forgangs í húsnæði félagsins að Grandagarði 27, en þrónarvinna með Kríótín var jafnframt stunduð eftir föngum í öðru húsnæði að Grandagarði 8. Árið 1999 þótti ljóst að nauðsynlegt væri að skipta svo ólíkri starfsemi á tvö fyrirtæki, Norður ehf sem eignarhaldsfélag og þróunarfyrirtæki um notkun Kríótíns í matvælaiðnaði og Ensímtækni ehf um notkun ensíma til lyfjagerðar og í snyrtivörur. Þetta starf leiddi til einkaleyfisumsóknar um notkun Kríótíns ma. til bragðefnavinnslu. Sótt eru um í nafni Jóns Braga Bjarnasonar og Bergs Benediktssonar. Ef einkaleyfið verður veitt verður það í eigu Norðurs ehf. Gerður hefur verið samningur milli NorðurÍss hf. og Norðurs ehf. sem tryggir NorðurÍss hf. alheimseinkarétt á nýtingu einkaleyfisins til bragðefnavinnslu.


Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com