-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Samstarf við meistarana
Samstarf við íslenska matreiðslumeistara er NorðurÍs mikilvægt. Klúbbur matreiðslumeistara hefur verið NorðurÍs innan handar um markaðssetningu og kynningu Bragðsins. Það er von okkar að NorðurBragð muni eiga þátt í að bera hróður íslenskrar matargerðarlistar um heim allan. Náið samstarf við matreiðslumeistara gerði NorðurBragð að úrvals afurð. Hæst ber kynningu NorðurBragðs á ársþingi norrænna matreiðslumeistara í Reykjavík í maí 1999. Viðbrögð norrænu meistaranna fullvissuðu okkur um að NorðurBragð ætti erindi á alþjóðlegan markað. Markmið NorðurÍss er að kitla bragðtaugar neytenda. Við gerum það þó ekki með beinum hætti, heldur með hjálp matreiðslumeistara, með því að láta þeim í té úrvals Bragð. Réttara sagt við hjálpum meisturunum við að kitla bragðtaugar neytenda. NorðurBragð er fyrir skapandi matreiðslumeistara, það má nota alls staðar þar sem kalla á fram bragð af úrvals sjávarfangi. Notkunarmöguleikarnir takmarkast eingöngu við hugmyndaauðgi meistarans. Engu er blandað í NorðurBragð, hvorki salti né öðru, því það getur takmarkað möguleika á að nýta það með öðru hráefni. Matreiðslumeistarar eru bæði hvattir til að prófa Bragðið í eldhúsum sínum þegar kalla þarf fram sjávarréttabragð og til að hafa samband við NorðurÍs til að segja kost og löst á Bragðinu. Mikilvægt er að fá sem fjölbreyttust dæmi um notkun Bragðsins í íslenskri matargerðarlist. Það léttir okkur róðurinn á alþjóðlegan markað.


Úlfar Eysteinsson
Ingi Hafliði Guðjónsson
Gissur Guðmundsson
Matreiðslumenn gefa NorðurBragði háa einkunn
Það besta sem völ er á, að mati Erwins Lauterbach
Sparar tíma og fyrirhöfn


Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com