-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Hreint og ferskt náttúrubragð
Ingi Hafliði Guðjónsson, matreiðslumeistari í Hótel Reynihlíð í
Mývatnssveit:

,,Það sem gerir NorðurBragðið svo sérstakt er þetta hreina, ferska og náttúrulega bragð sem einkennir það. Úr því fæ ég hreint HumarBragð eða hreint RækjuBragð en ekki bragð sem búið er að menga með hvers kyns kryddi og salti. Það þýðir að með soði úr NorðurBragði get ég leikið mér áfram að vild og búið til ljúffenga rétti. Og viðbrögð gesta hafa öll verið á einn veg. Ég býð hér upp á fiskisúpu daglega og í hana nota ég RækjuBragð. Ítalir eru þekktir fyrir að vera vandlátir á fiskisúpu en sá hópur sem hingað kom um daginn var svo hrifinn af þessari súpu að ég fékk rauðvínsflösku senda inn í eldhús í þakkarskyni. Það er mikil vinna að búa til gott humarsoð. Allir eiga sína góðu og slæmu daga og útkoman er eftir því. Með NorðurBragði fást miklu jafnari gæði auk þess sem heilmikill tími og hráefniskostnaður sparast.''




Úlfar Eysteinsson
Ingi Hafliði Guðjónsson
Gissur Guðmundsson
Matreiðslumenn gefa NorðurBragði háa einkunn
Það besta sem völ er á, að mati Erwins Lauterbach
Sparar tíma og fyrirhöfn
Þau eru hættulega góð
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com