-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Jákvæðar fréttir fyrir NorðurÍs
Nýlega lét NorðurÍs markaðsdeild Mekkano vinna fyrir sig könnun meðal viðskiptavina sinna og Garra. Svörun var 81%. Flestir þeirra matreiðslumanna sem prófað höfðu NorðurBragð, eða 77 prósent, voru mjög sammála eða frekar sammála því að varan væri einstök og skapaði nýja möguleika. 80 prósent töldu að NorðurBragð sparaði þeim vinnu í eldhúsinu og 90 prósent hafa í hyggju að kaupa og nota NorðurBragð í starfi í framtíðinni.

NorðurBragð fær mjög háa einkunn hjá matreiðslumönnum. RækjuBragðið, sem flestir höfðu reynt, fær 8,0 af 10 í meðaleinkunn en gefið var fyrir bragð, ilm, lit og ekta bragð. HumarBragðið fylgir fast á eftir, fær 7,9 í meðaleinkunn og UfsaBragðið fær 7,3 í meðaleinkunn. Fæstir höfðu prófað síðastnefnda bragðið. 90 prósent matreiðslumanna getur hugsað sér að nota NorðurBragð í matrétti með hefðbundnu soði.

Niðurstöður þessarar fyrstu könnunar meðal íslenskra matreiðslumanna gefa NorðurÍs tilefni til bjartsýni og hvetur fyrirtækið til að halda áfram á sömu braut í vöruþróun sinni.

14. ágúst 2000




Úlfar Eysteinsson
Ingi Hafliði Guðjónsson
Gissur Guðmundsson
Matreiðslumenn gefa NorðurBragði háa einkunn
Það besta sem völ er á, að mati Erwins Lauterbach
Sparar tíma og fyrirhöfn
Þau eru hættulega góð
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com