 |
 |
 |
Samstarf um vöruþróun
NorðurBragð er þróað í náinni samvinu við matreiðslumeistara og það er stefna félagsins að eiga náið samstarf við þá sem nota NorðurBragð.
NorðurÍs hf. vill gjarnan stofna til formlegs samstarfs við
matvælaframleiðendur um að þróa notkun Bragðsins í framleiðslu þeirra. Þetta getur átt við notkunina sjálfa, pakkningastærðir, nýjar tegundir og margt fleira. Svo virðist sem aðferð NorðurÍss sé hægt að nýta til að
framleiða Bragð úr hverskyns sjávarfangi og kjötmeti.
Við hvetjum matreiðslumeistara og matvælaframleiðenda til að koma með ábendingar um hvernig NorðurBragð mætir þörfum þeirra, eða hvernig mætti breyta því til að það uppfyllti þarfirnar enn betur. Hugmyndir að nýjum notkunarmöguleikum eru vel þegnar. Vinsamlegast hafið samband við félagið á netfangi
northtaste@northtaste.com með ábendingar, eða ef óskað er nánari upplýsinga og samstarfs.
|
|