-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Einföld gratínsósa á fisk
Tveir lítrar af sósu, úr smiðju Inga Hafliða Guðjónssonar matreiðslumanns. Breyta má sósunni með því að nota ýmist UfsaBragð, RækjuBragð eða HumarBragð, allt eftir því með hvaða fiski sósan á að vera.

200 gr. UfsaBragð, RækjuBragð eða HumarBragð
1 1/2 ltr vatn
250 gr rjómaostur
Hvítlauksduft eftir smekk
1 msk þurrkuð steinselja
1 dl mjólk
Safi úr einni sítrónu
Grænmetiskraftur eftir smekk
Ost í sneiðum eða rifinn
Salt og pipar

Blandið öllu sem á að fara í sósuna í pott og látið sjóða rólega þartil osturinn er bráðnaður. Þykkið með smjörbollu og gætið þess að hafa sósuna vel þykka. Látið sjóða smástund og hrærið vel á meðan. Setjið ca. 1/2 dl af sósu á hvert fiskstykki sem á að baka og rifinn eða sneyddan ost þar ofan á. Bakið loks við 200C í ca. 10-12 mín.

Þessa sósu má hafa sem venjulega fiskisósu, en þá verður að gæta þess að hafa hana þynnri.



Rækjusúpa Úlfars
Himnesk humarsúpa
Ensk humarsúpa
Rækjufrauð
Sjávarréttarsúpa Inga Hafliða
Skelfisksúpa
Einföld gratínsósa á fisk
Köld sjávarréttasósa
Deig utan um fisk
Fiskibollur með RækjuBragði
Karrý- Graslaukssósa
Koníaksbætt tært humarseyði
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com