-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 

Skelfisksúpa
Skelfisksúpa fyrir 10 manns, úr smiðju Inga Hafliða matreiðslumanns.

200 gr. RækjuBragð
1 laukur fíntsaxaður
4 msk tómatpurrée
4 tsk hvítlauksduft
1 msk graslaukur (má sleppa)
2 tsk estragon
2 msk karrý
1 1/2 dl vatn
1 dl óáfengt hvítvín eða mysa (má sleppa)
1 dl mjólk
1 dl rjómi
Safi úr hálfri sítrónu
Nokkrir dropar Tabasco
Grænmetiskraftur eftir smekk
Salt og pipar
Olía til steikingar

Svissið laukinn í olíunni þartil hann verður mjúkur. Bætið tómatpurrée útí og leyfið að krauma með smástund. Bætið hvítvíni/mysu og sítrónusafa útí og leyfið að sjóða. Setjið kryddin útí ásamt grænmetiskraftinum og Tabasco og látið sjóða áfram. Bætið útí vatni og RækjuBragði. Þykkið með smjörbolllu og látið sjóða góða stund. Setjið mjólk og rjóma útí og smakkið til með salti og pipar.

Setjið t.d. rækjur, hörpuskel eða annan skelfisk útí súpuna áður en hún er borin fram.
Hægt er að nota HumarBragð í staðinn fyrir RækjuBragð og er þá komin mjög góð humarsúpa.




Rækjusúpa Úlfars
Himnesk humarsúpa
Ensk humarsúpa
Rækjufrauð
Sjávarréttarsúpa Inga Hafliða
Skelfisksúpa
Einföld gratínsósa á fisk
Köld sjávarréttasósa
Deig utan um fisk
Fiskibollur með RækjuBragði
Karrý- Graslaukssósa
Koníaksbætt tært humarseyði
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com