-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 
 -  RækjuBragð -  HumarBragð -  UfsaBragð - 

Ávinningur matreiðslumeistarans
Með því að eiga ávallt NorðurBragð í eldhúsinu er matreiðslumeistarinn ætíð með rétta Bragðið innan seilingar. Hann getur ætíð búið til úrvals sjávarrétti þótt fyrirvarinn sé skammur. Með NorðurBragði breytast aðstæður skapandi matreiðslumeistara með byltingarkenndum hætti. Þeim opnast nú ný tækifæri til að nota ferskt úrvals sjávarréttabragð í matargerð sinni. Ávinningurinn er margvíslegur. Hann felst í minni fyrirhöfn og minni kostnaði, hvort sem verið er að matbúa hversdagsrétti eða veislurétti. Eitt af því sem kostar matreiðslumeistara hvað mesta vinnu og fyrirhöfn er að búa til soð, sem er nauðsynlegt við sósugerð, í súpur og almennt í matargerð. Þar eru sjávarréttir engin undantekning. Hver meistari hefur sína aðferð við að búa til soð en þær geta verið bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Sjávarfang er afar viðkvæmt hráefni og þarf að vera fyrsta flokks. Svo mikið er víst að gott sjávarbragð verður ekki til án fyrirhafnar þegar hefðbundnum aðferðum er beitt. Með tilkomu NorðurBragðs verður breyting á. NorðurBragð er ferskt og tært bragð sem grípa má til hvenær sem er. Matreiðslumeistari sem ekki hefur rétt hráefni við höndina en þarf að fá fram eðalbragð af rétti sínum á skömmum tíma getur því áhyggjulaust gripið til hins nýja bragðs NorðurÍss og notað það til að móta rétti sína eftir eigin smekk og viðskiptavina sinna.


Ávinningur matreiðslumeistarans
Næringargildi
Eiginleikar og geymsla NorðurBragðs
Hvers vegna heitir það Bragð?
Hollusta NorðurBragðs
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com