 |
 |
 |
Ferskur leturhumar
HumarBragð er hrein íslensk náttúruafurð. Helstu eiginleikar þess eru:
- HumarBragð er unnið úr heilum frystum leturhumri (Nephrops
norvegicus)
- Hráefnið verður að standast strangar kröfur sem NorðurÍs setur um
ferskleika og bragðæði. Gæði hráefnisins ráða endanlegum gæðum
afurðarinnar annarsvegar og að gæðin eru stöðug hinsvegar.
- Bragðgæðin eru mikil. Bragðið er hrein, tært bragð humars.
- HumarBragð ilmar eins og ferskur humar.
- Liturinn er svipaður litur humars, en styrkur litsins fer eftir því
hversu mikið það er þynnt út.
- Handhægt er fyrir matreiðslumeistarann að vinna með fryst HumarBragð.
Hægt er að nota það óuppþítt, einfaldlega með því að bregða á það hníf
og ná sér þannig í heppilegt magn.
- HumarBragð leysist algjörlega upp í vatni, hratt og auðveldlega.
- Engin íblöndunarefni af neinu tagi eru í HumarBragði. Það er eingöngu
unnið úr humri. Engu salti, kryddi, bragðmögnurum eða öðru efni er bætt
út í. HumarBragð truflar því ekki annað sem nota á í réttinn.
- Mælt er með því að HumarBragð sé geymt fryst, en ef það er geymt
uppþítt í ískáp skal hræra það fyrir notkun.
-- Efnainnihald Humarbragðs
|
|