-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 
 -  RækjuBragð -  HumarBragð -  UfsaBragð - 

Hvers vegna heitir það Bragð?
Í NorðurBragði endurspeglast ekki eingöngu frábært starf vísindamanna. Ímynd og yfirbragð afurðarinnar er órjúfandi hluti hennar. Það þurfti að hanna umbúðir, vörumerki, bréfsefni o.fl. o.fl. Það þurfti einnig að gefa vörunni nafn og móta tungutakið í markaðssetningunni til að koma upplýsingum á framfæri með skilvirkum hætti. Þessa sést merki í kynningarefni NorðurÍs og þeim umbúðum sem varan er sett í. NorðurÍs hefur átt um þetta samstarf við við okkar færasta fólk á því sviði. Glöggt má sjá að við tölum ekki um kraft og að við tölum heldur ekki um bragðefni. Við tölum í þess stað um Bragð, um NorðurBragð, UfsaBragð, HumarBragð og RækjuBragð. Með þessu móti viljum við marka glögg skil milli afurða NorðurÍss og þeirra afurða sem fyrir eru á markaði. NorðurÍs býður matreiðslumeisturum nýja vöru, sem ekki á sinn líkan á markaði. Okkar ósk er að heyra kallað í eldhúsum landsins: Réttu mér Bragðið! Hvar er Bragðið? Að íslenskir matreiðslumönnum verði tamt að nota orðið Bragð í sinni matargerðarlist þegar þeir þurfa á sjávarbragði að halda. Á enskri tungu heita afurðir okkar NorthTaste, LobsterStock, ShrimpStock og PollockStock. Stóri draumurinn er að matreiðslumeisturum heimsins verði tamt að nota orðið Taste í sinni matargerðarlist þegar þeir þurfa á sjávarbragði að halda. Where is the Taste? Bring me the Taste!


Ávinningur matreiðslumeistarans
Næringargildi
Eiginleikar og geymsla NorðurBragðs
Hvers vegna heitir það Bragð?
Hollusta NorðurBragðs
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com