-  Heim -  Hvað er NorðurBragð -  Uppskriftir -  Mat meistaranna -  Um NorðurÍs -  Matarhlekkir - 
 -  RækjuBragð -  HumarBragð -  UfsaBragð - 

Hollusta NorðurBragðs
Hér fer á eftir greinargerð Jóns Braga Bjarnasonar prófessors í lífefnafræði við Háskóla Íslands um hollustu NorðurBragðs.

NorðurBragð er algjörlega náttúruleg afurð, hráefnið er eingöngu ferskt sjávarfang. Hin byltingarkennda framleiðsluaðferð felst í því að láta ensím einangra bragðefnið úr hráefninu. Þetta þýðir að hámarks hreinleiki og bragðgæði nást án íblöndunar salts, sykurs, krydds eða annarra slíkra efna. NorðurBragð úr rækju og humri inniheldur þar að auki náttúrulega litarefnið Astaxanthin, sem talið er afar sterkt andoxunarefni, sterkara en A, C og E vítamín. Það er því að verða mjög eftirsótt fæðubótarefni. Bragðgæði NorðurBragðs fara fyrst og fremst eftir gæðum hráefnisins og úrvinnslu ensímanna. Því kemur einungis fyrsta flokks ferskt hráefni til greina við framleiðsluna; rækja, humar og botnfiskur. Til að tryggja enn betur hollustu og hreinleika NorðurBragðs eru ensímin einnig unnin úr sjávarfangi. Þetta er mikilvægt atriði til að neytendur geti verið þess fullvissir að NorðurBragð sé fullkomlega hrein og náttúruleg afurð. Hráefni Norðurbragðs er að langstærstum hluta eggjahvítuefni, eða prótein. Ólíkt öðrum orkugjöfum á borð við fitu og sykrur eru prótein einnig nauðsynleg byggingarefni fyrir líkamann og sinna einnig fjölbreyttum verkefnum við boðskipti og stjórnun líkamsstarfseminnar. Prótein úr sjávarfangi eru talin vera með þeim bestu sem völ er á með tilliti til næringar með næringarstuðul (biological value) nærri eitt hundrað, svipað eggjum. Að uppbyggingu eru prótein keðjur af svokölluðum amínósýrum. Við vinnslu NorðurBragðs umbreytist megnið af hráefninu í amínósýrur sem nýtast enn betur sem næringarefni en próteinin sjálf. NorðurBragð er því hrein, náttúruleg afurð, laus við óæskileg efni en með mikið næringargildi sem líkaminn á auðvelt með að nýta sér til vaxtar og viðhalds.


Ávinningur matreiðslumeistarans
Næringargildi
Eiginleikar og geymsla NorðurBragðs
Hvers vegna heitir það Bragð?
Hollusta NorðurBragðs
Fyrirspurn

NorðurÍs hf Stórhöfða 15 112 Reykjavík Sími: 520 2036 Fax: 520 2026 northtaste@northtaste.com